Ökunámið

Upplýsingar
Ökunám til B-réttinda má hefja við 16 ára aldur. Eftir að ökunemi hefur lokið Ö1(fyrsti hluti ökuskóla) og teknir hafa verið c.a. 10-12 ökutímar getur neminn farið í æfingarakstur með leiðbeinanda með samþykki kennara.

Beinskiptur bíll
Ég hjálpa þér að komast í gegnum þetta. Ökunámið er allt kennt á beinskiptan bíl. Bíllinn minn er frábær fyrir byrjendur og lengra komna, auðvelt að læra á þetta allt.
Hér er kennslumyndband á Youtube

B - Réttindi
Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:
-
Fólksbifreið
-
Sendibifreið
-
Dráttarvél
-
Vinnuvél
-
Léttu bifhjóli

Kennsluefni
Ökunám er ekki auðvelt og er því mikilvægt að læra námsefnið vel. Gott er að kunna öll umferðamerki og umferðalög áður en farið er út í umferðina.
Bóklegt próf
Þú þarft líka að fara í bóklegt próf til þess að fá ökuréttindi. Getur byrjað að æfa þig strax á netinu. Svo er alltaf gott að lesa bókina Akstur og Umferð.
Hér getur þú séð dæmi um próf
Próf

Verðdæmi
Verkleg kennsla er 16-20 kennslustundir:
10.000 kr. pr. kennslustund.
Ökuskóli 1: 18.500 kr.
Ökuskóli 2: 11.000 kr.
Ökuskóli 3: 34.500 kr.
Skriflegt próf: 3.900 kr.
Verklegt próf: 10.600 kr.